Saga Forever hefst með einum manni og metnaðarfullum draumi. Rex Maughan leitaði árum saman að viðskiptahugmynd sem sameinaði helstu markmið hans í lífinu, góða heilsu og fjárhagslegt sjálfstæði. Árið 1978 fann hann það sem hann hafði leitað að og bauð 43 einstaklingum á fyrsta Forever Living Products-fundinn í Tempe í Arizona. Þessi atburður varð upphaf ferðar sem átti eftir að leiða af sér óviðjafnanlegan viðskiptasigur.

Rex og fyrstu dreifingaraðilarnir áttuðu sig fljótt á því að fjöldi fólks var í leit að hinu sama og þeir. Fólk var orðið leitt á gömlu ráðleggingunum um það hvernig hægt væri að bæta líðan sína og leitaði nýrra og náttúrulegra leiða í þeirra stað. Heilsubótin var líka bara byrjunin í augum margra. Fólki varð ljóst að það hafði komist í tæri við tækifæri sem veitti því aukið vald yfir tíma sínum og tekjum án tillits til þess hver formleg menntun þess var.

Forever Living Products óx fljótt frá því að vera draumsýn eins manns í að vera draumsýn milljóna manna. Gæði varanna og einfaldleiki viðskiptamódelsins gerði það að verkum að hver sem var gat aukið lífsgæði sín. Sumir byrjuðu sem viðskiptavinir í leit að betri heilsuvörum og fóru svo frá því að vera ánægðir viðskiptavinir til þess að verða Forever frumkvöðlar. Aðrir komu strax auga á tækifærið og hófust handa við rekstur. Engu máli skipti hverjar forsendur fólks voru í upphafi, árangurinn var ávallt hinn sami. Velgengnin jókst og fólk studdi hvert annað við að bæta heilsu sína og efnahag.

Forever er nú stærsta fyrirtæki heims í ræktun, framleiðslu og dreifingu á aloe vera og vörum úr aloe vera. Forever er einnig stærsti framleiðandi býflugnavara í heiminum og sækir hráefni sitt í hina ómenguðu Sonora-eyðimörk í Arizona.

Rex Maughan hefur m.a. varið hagnaðinum af hinu frábæra fyrirtæki sínu til að byggja upp sumar- og frístundastaði. Fyrirtækið á meðal annars hinn sögufræga Southfork-búgarð í Dallas og styrkir það stoðir fyrirtækisins enn frekar.

Nú, rúmum 30 árum eftir að fyrirtækið var stofnað, eru yfir 9 milljónir dreifingaraðila á þess vegum, sem starfa í yfir 140 löndum víðs vegar um heiminn.

Hví skyldir þú verja lífi þínu í að byggja upp drauma annarra — hví ekki að byggja upp þína eigin drauma?

Rex Maughan

Rex Maughan hefur yfir 40 ára leiðtogareynslu þar sem andagift hans og stjórnvísi hefur nýst öðrum vel við að öðlast það sem hugur þeirra stendur til. Rex útskrifaðist úr viðskiptadeild Arizonaháskóla og nám hans þar hefur komið honum að góðu gagni við að byggja upp fjárhagslega sterk fyrirtæki sem starfa um víða veröld. Rex er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri FOREVER Group en innan fyrirtækjasamsteypunnar er starfsemi á sviði sölu, ræktunar, iðnaðar, afþreyingar, fasteignaviðskipta, búfjárræktunar og góðgerðastarfsemi.

Rex er kvæntur Ruth og saman eiga þau 3 börn og 12 barnabörn. Rex hefur komið víða við og á mörgum sviðum en e.t.v. hefur hann hvergi látið meira til sín taka en í Suður-Kyrrahafslöndum, en á Samoa-eyjum var honum veittur heiðurstitilinn Tilafaiga fyrir framlag hans til að bjarga regnskóginum.

Fyrr á árum starfaði Rex sem trúboði á Samoaeyjum og kynntist þar verkum hins þekkta rithöfundar Robert Louis Stevenson sem eyddi síðustu ævidögum sínum á eyjunum. Rex hreifst mjög af Samoaeyjum og íbúum þeirra og áratugum eftir að dvöl hans þar lauk stofnaði hann safn og sjóð á eyjunum til minningar um Stevenson og til að standa straum af kostnaði við endurbyggingu heimilis hans á Apia-eyju, sem nú dregur að sér fjölda ferðamanna.