Nature-Min – Vnr. 37

Nature-Min er framúrskarandi blanda næringarefna fengnum úr setlögum sjávarbotnsins. Steinefni af sjávarbotni innihalda stein- og snefilefni sem eru líkamanum nauðsynleg. Nature-Min færir þér flest þau steinefni sem líkaminn þarfnast – í réttum hlutföllum fyrir líkamann.

Artic-Sea Super Omega-3 – Vnr. 39

Öll gagsemi fitusýra sem finnast í sjávarfangi og olífu olíu sett saman í hentugum gelbelg.

Arctic-Sea Super Omega-3 er eins og heitið gefur til kynna; Súper. Í mataræði Norður Ameríku er á mörgum stöðum vart við skort á Omega 3. Omega-3 eru lífsnauðsynlegar fjölómettaðar fitusýrur. (hver belgur inniheldur 225 mg af EPA og 150 mg af DHA). Omega-9 eru ómettaðar fitusýrur sem finnst í olivu olíu.

Gin-Chia – Vnr 47

Tvær fornar jurtir: golden chia og ginseng, ásamt fleiri vítamínum, steinefnum og jurtum sem veita líkama þínum orku sem annarsamur lífstíll útheimtir.

Forever Living Products hefur sameinað tvær fornar jurtir til að skapa nútíma kraftaverk fyrir erilsaman og önnum kafinn lífstíl. Golden Chia úr vestri og Ginseng úr austri er innihald þessarar náttúruvöru sem veitir þér orku og úthald án neikvæðra aukaverkana sem ávanabindandi efni eins og koffín hafa. Vertu vakandi og á verði á náttúrulegan hátt með Forever Living Products!

Absorbent-C – Vnr. 48

Bragðgott C-vítamín með 100% af RDS C-vítamíns ásamt viðbættum ávöxtum og hafrahveitiklíð til að auðvelda hámarksnýtingu, að auki færðu trefja sem þig jafnvel vantar upp á í þinni daglegu fæðu.

Allir þekkja C-vítamín, en Forever Living Products færir þér öðruvísi C-vítamín!  Við tökum 100% af RDS C-vítamíns og bætum við það ávexti eins og appelsínur og papaja, bindum það saman með hafrahveitiklíð til að auðvelda hámarksnýtingu á þessari bragðgóðu tuggutöflu! Auk þess gæti hafrahveitiklíðið í sérhverri C-vítamín töflu séð þér fyrir auka trefjum sem þig jafnvel vantar upp á í þinni daglegu fæðu.

A-Beta-CarE – V.nr. 54

Í þjóðfélaginu er stöðuglega rætt um þau neikvæðu áhrif sem sindurenfi hafa á mannslíkamann. Þreyta, öldrun og jafnvel sjúkdómar hafa verið tengdir við skaða af völdum sindurefna. Við kynnum A-Beta-CarE, öflugt andoxunarefn, skotfæri fyrir þig í stríðinu gegn sindurefnum! Í einum gelbelg inniheldur A-Beta-CarE A-vítamín frá beta karótíni, seleníum og náttúrulegt E-vítamín. Notið A-Beta-CarE til að berjast gegn sindurefnum!

Garlic-Thyme – V.nr. 65

Sameining tveggja sögulegra lækningajurta, hvítlauk og timjan, í eitt frábært efni. Forever Garlic-Thyme býður uppá lyktarlausa gelbelgi sem jafnast á við 1000 mg af ferskum hvítlauk en sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hvítlaukur viðhaldi heilsu og ónæmiskerfi.

Fields Of Greens – V.nr. 68

Móðir þín hafði víst rétt fyrir sér, besta leiðin til að fá vitamin, steinefni, prótín, amínósýrur, einsím, andoxunarefni og blaðgrænu fæst með því að borða grænmeti. Núna getur Forever Living Products boðið þér þetta allt í aðeins þrem töflum á dag. Við uppskerum hámarks næringu úr fersku hveitigrasi, alfalfa (refasmára) og byggi sem síðan er kaldpressað í handhægar töflur til að tryggja hag þinn af fersku grænmeti ásamt rauðum pipar sem eflir efnaskipti líkamans.

Garcinia Plus – V.nr. 71

Hefur verið notað í áratugi, bæði sem krydd og til lækninga, víða í suður Asíu. Ávöxturinn Garcinia Cambogia trésins er þýðingarmikill þáttur í mataræði milljóna manna. Núna hefur Forever Living Products einangrað þau virku efni hýdroxíl sítrónusýrunnar (HCA) í þessum gagnlega ávexti og gert þetta fáanlegt í þægilegum gelbelgjum. Hin fullkomna viðbót við grenningaráætlunina, Forever Garcinia Plus eykur brennslu og kemur í veg fyrir hungur. Forever Garicina Plus inniheldur einni króm, sem skortir oft í mataræði folks, en það er nauðsynlegt fyrir eðlileg efnaskipti líkamans.

Lycium Plus – V.nr. 72

Þjóðir Asíu hafa í árþúsundir notað lycium ávexti og lakkrísplöntur til að viðhalda góðri heilsu. Forever Living hefur tekið bæði þessi efni og sameinað þau í eina frábæra vöru! Lycium ávaxtakrafturinn frá norður Asíu ásamt lakkrískrafti, með viðbættum plöntunæringarefnum, vítamínum, steinefnum, beta karótíni, fjölsykrum og amínósýrum. Forever Lycium Plus er öflugt andoxunarefni sem hjálpar þér í baráttunni við sindurefni!

Forever Kids – V.nr. 198

Börn jafnt sem fullorðnir kunna að meta þetta fjölvítamín sem eru bragðgóðar tyggitöflur í laginu eins og dýr! Til viðbótar við þau vitamin og steinefni sem eru í Forever Kids inniheldur það einnig öll þau eftirsóknaverðu bætiefni sem aðeins finnast í grænmeti og ávöxtum. Gefðu fjölskyldunni Forever Kids sem undirstöðu við að rækta barnið í okkur öllum!

Calcium – V.nr. 206

Kalk er það steinefni sem mest er af í líkama okkar, alls um 2% af líkamsþyngdinni. Meirihluti kalksins, 99% er í tönnum og beinum, restina er að finna í taugafrumum, blóði, líkamsvefjum og öðrum líkamsvökva. Kalk tengist vexti og viðhaldi beina og tanna, kalk er einnig nauðsynlegt fyrir storknun blóðs og taugaboð. Vöðvarnir þurfa kalk til að starfa eðlilega og einnig til að losa hormón, þar á meðal insúlín. Samkvæmt USDA, fá 76% Ameríkana ekki sinn daglega skammt kalks með fæðunni.
Kalk er aðal steinefnið fyrir styrkingu beina. Börn og unglingar þurfa sérstaklega á því að halda að bæta kalki við fæðuna, vegna þess að kalk geymslan í beinum þeirra er mest á unglingsárum og rétt fyrir unglingsárin, og virkar því eins og forvörn seinna í lífinu þegar beinmassi fer minnkandi. Sannleikurinn er sá að hámarks beinmassi og magn kalks í beinagrindinni er náð á unglingsárum. Stúlkur eru sérstaklega í hættu á að þróa með sér veikari bein og eiga það á hættu að þjást af alvarlegri meiðslum seinna í lífinu. Kalk í beinum byrjar að minnka um það bil sem við erum að ná fullorðinsárum og heldur áfram að rýrna eftir því sem aldurinn færist yfir, sérstaklega hjá konum. Hæfilegt kalk í mataræði getur dregið úr þessu tapi. Mataræði ríkt af kalki virðist hvetja líkamann til að brenna meiri fitu og dregur úr því að fita safnist upp í líkamanum.

Forever Active Probiotic – V.nr. 222

Líkaminn hýsir ýmsar örverur sem lifa í líkama okkar og skipta miklu máli fyrir heilsu okkar og vellíðan. Meðan sumar þeirra eru slæmar, gagnast meirihluti þeirra okkur á jákvæðan hátt. Þessar “góðu bakteríur” kallast próbíótika sem merkir ‘fyrir lífið’ á grísku. Forever Living Products viðurkennir mikilvægt hlutverk þessara lifandi örvera og hvernig við þurfum að bæta nægilegu magni þeirra við okkar daglegu næringu til að það gagnist manninum heilsufarslega. Þessar litlu perlur sem auðvelt era ð kyngja stuðla að heilbrigði meltingarkerfisins, vinna á ójafnvægi sem skapast vegna lifsstíls og fæðuvals, sem getur haft þær afleiðingar að draga úr magni örvera sem eru í okkur af náttúrunnar hendi. Forever Active Probiotic starfa aðallega í ristlinum þar sem þær aðstoða við úrvinnslu fæðunnar og stuðla að bættu frásogi næringarefna, þær hafa einnig jákvæð áhrif á heilbrigðan líkamsvöxt og þroska emð því að viðhalda heilsufarslegu jafnvægi.
Próbíótika eru mjög viðkvæmar; magasýrur og gallsýrur geta auðveldlega eyðilegt þær. Vegna þessa eru Forever Active Probiotic framleiddar með einangraðri einkaleyfis tækniaðferð sem leysir upp einstaka samsetningu gerla eftir að þær eru komnar í þarmana.
Þetta eru einu 6-földu próbíótik perlurnar á markaðnum í dag, sem þurfa ekki að geymast í kæli.
Það sem er svo frábært við Forever Active Probiotic er að það vinnur vel samhliða hreina Aloe Vera Gelinu okkar. Aloe virkar eins og prebíótika sem örvar vöxt og virkni og sér fyrir réttum aðstæðum fyrir próbíótika til starfa. Hvort sem markmið þitt er að stuðla að heilbrigði meltingarkerfisins eða bæta upptöku næringarefna og styrkja starfsemi ónæmiskerfisins, þá mæli ég sterklega með því að þú bætir Forever Active Probiotic við fæðuna daglega.

Forever Vision – V.nr. 235

Sjónin er dýrmætt skilningarvit sem ætti ekki að taka sem sjálfsagðan hlut. Á sama tíma og við tökum inn fæðubótaefni til að efla heilsu okkar á allan hátt, yfirsést okkur að viðhalda heilbrigði augnanna. Forever Vision er fæðubótarefni sem inniheldur bláberjasafa, Lúten og Zeaxanthin ásamt fjölda andoxunar- og ýmissa næringarefni. Aðalbláver, þekkt kryddjurt, getur styrkt eðlilega sjón og bætir hringráss blóðsins til augnanna. Lúten, skylt beta karótíni sem finna má í mörgu grænmeti og ávöxtum, getur verndað sjónhimnuna. Zeaxanthin og Astaxanthin eru önnur nauðsynleg efni, skyld beta karótíni, sem varnar myndun bletta á sjónhimnuna.

Pro 6 – V.nr. 235

Blöðruhálskirtillinn er á stærð við valhnetu og er rétt undir þvagblöðru á fullorðnum karlmanni. Nýlega fóru læknar að mæla með því að karlmenn fari í árlega blöðruhálskirtils skoðun eftir fertugt. Auk árlegrar skoðunar, hefur það sýnt sig að næringarviðbót styrki heilsu þessa kirtils. Í einni fæðubótartöflu af Forever Pro 6 er blanda af Saw Palmetto, Pygeum krafti, E-vítamíni, Seleníum, Lycopene og Beta Sitosterol. Þessi öflugu næringarefni gefa okkur eitt öflugasta fæðubótarefni fyrir blöðruhálskirtil karlmanna á markaðnum í dag.

Forever Active HA – V.nr. 264

Forever Active HA sér líkamanum fyrir liðmerkjameðferð með rakagefandi og smyrjandi eiginleikum. Líkamar okkar framleiða HA (hyaluronic acid) meðan við erum ung, en eftir því sem líkaminn eldist, hægist á frameleiðslunni, og getur það orsakað verki og sársauka í liðamótum. Forever Active HA endurnýjar þessa náttúrulegu smurningu og ver liðamót okkar. Einnig er í þessu bætiefni Engifer olía og Túmeric, tvær jurtir sem Kínverjar hafa notað til að efla eðlilega starsemi liðamóta. Saman er þetta ein öflugasta næringarblanda fyrir liðina og rakagefandi heilsubót fyrir húðina. Með Forever Active HA getur þú orðið eins og vel smurð vél á ný!