FLP er Aloe Vera!

Við erum leiðandi á heimsvísu, en hvers vegna?

Til að tryggja að við eigum alltaf nægilegt magn af aloe vera til að anna eftirspurn erum við með þúsundir plantekra í Dóminíska Lýðveldinu, Mexíkó og við Rio Grande Valley í Texas.

Við ræktum allt okkar aloe vera sjálf svo við getum fullvissað þig um að ræktunin á sér stað í mengunar og eiturefnalausu umhverfi. Við stjórnum öllu framleiðsluferlinu og allri dreifingu á okkar aloe vörum og þú getur því verið örugg(ur) um að fá bestu gæði.

Við skerum aloe vera laufin með höndum og eru þau síðan þvegin og flökuð til að fjarlægja ytri börkinn. Gelinu innan úr blöðunum er síðan safnað í ryðfría stáltanka til kælimeðhöndlunar. Þessi mikilvæga framleiðsluaðferð er einkaleyfisvarin og kemur í veg fyrir að mikilvæg næringarefni tapist.

Við notum aðeins gelið úr laufblaðinu, ekki allt laufblaðið. Í þessu glæra geli er að finna mikilvægustu efnasamböndin sem gagnast manninum og það viðheldur náttúrulegu jafnvægi næringarefnanna. Við höfum einkaleyfi á mörgum nauðsynlegum varðveisluaðferðum aloe vera. Áður en okkur tókst að þróa þessar aðferðir þekktust ekki möguleikar og gagnsemi stöðugs aloe vera.

Aloe Vera er okkar mikilvægasta hráefni. Við bætum ekki við nokkrum dropum af aloe vera í vörur okkar, heldur byrjum við með 100% innra gel og bætum við öðrum efnum eins og þörf er á. Vörur okkar eru undir sífelldu gæðaeftirliti örverufræðinga til að fulltryggja gæði og árangur til þín og þinna viðskiptavina. Rannsóknastofnunin Food & Drug Laboratories of New York hefur lýst því yfir að geymsluvarða aloe vera gelið okkar hafi alla þá megineiginleika sem óunnið gel hefur.

Heilsu-, snyrti- og næringarvörur okkar eru allar með gæðastimpli frá hinu virta alþjóðlega Aloe vísindaráði, International Aloe Science Council, sem vottar að innihald vörunnar er „100% stöðugt aloe vera gel“.

Rannsóknar- og þróunarhópur okkar hefur komist að því að vítamínið B-12, sem er nauðsynlegt til að viðhalda góðri heilsu, er í aloe vera. Sem stendur er aloe vera eina plantan sem vitað er að inniheldur þetta vítamín.